Beint í efni

Ársfundur Fagráðs í nautgriparækt að Löngumýri

01.04.2009

Í tengslum við ársfund Fagráðs í nautgriparækt, sem haldinn verður að Löngumýri í Skagafirði á morgun, 2. apríl verður haldinn almennur bændafundur þar og hefst hann kl. 13.00. Allir áhugamenn um nautgriparækt eru hvattir til að fjölmenna.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

 

1. Gæðakröfur í kynbótastarfi nautgriparæktarinnar. Magnús B. Jónsson og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, nautgriparæktarráðunautar Bændasamtaka Íslands.

• Kröfur til reglusemi í skráningu gagna
• Kröfur til upplýsinga
• Sýnataka og upplýsingar byggðar á greiningu sýna.
• Önnur atriði.

2. Staða mjólkurgæða á Íslandi. Jón Kristinn Baldursson, samlagsstjóri MS Reykjavík.


• Gæðaþættir mjólkur og hvernig eru þeir metnir
• Staða gæðamála, líftala, frjálsar fitusýrur
• Mismunur í gæðum mjólkur eftir landshlutum.
• Önnur atriði

3. Norfor fóðurmatskerfið – staða og horfur. Berglind Ósk Óðinsdóttir.

• Staða verkefnisins
• Innleiðing eftir svæðum
• Næstu skref
• Hvenær verður kerfið komið í almenna notkun
• Önnur atriði

Kaffiveitingar í boði Landssambands kúabænda.

 

Kúabændur eru hvattir til að fjölmenna!

 

Fagráð í nautgriparækt.