Beint í efni

Ársfundur Fagráðs í nautgriparækt að Heimalandi í dag

06.04.2011

Ársfundur Fagráðs í nautgriparækt verður haldinn að Heimalandi undir Eyjafjöllum í dag kl. 13.00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 

– Skýrsla formanns Fagráðs í nautgriparækt fyrir starfsárið 2010-2011. Guðný Helga Björnsdóttir, formaður Fagráðs.

– Starfsemi Bændasamtaka Íslands í nautgriparækt árið 2010
Magnús B. Jónsson, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Gunnar Guðmundsson

– Yfirlit yfir starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands í nautgriparækt árið 2010. Grétar Hrafn Harðarson / Bragi Líndal Ólafsson

– Skýrsla sérgreinadýralæknis nautgripasjúkdóma fyrir árið 2010. Þorsteinn Ólafsson, Matvælastofnun.

 

Erindi:

– Við rætur Eyjafjallajökuls vorið 2010. Guðni Þorvaldsson, Lbhí.

– Eldgos í Eyjafjallajökli: Áhrif á búfénað og búfjárafurðir.
Katrín Andrésdóttir og Þorsteinn Ólafsson, MAST.

 

Að lokum framsögum verða umræður um erindin. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um nautgriparækt og hvetjum við alla til þess að mæta. Kaffiveitingar eru í boði Fagráðsins. /SS