Beint í efni

Ársfundur Fagráðs í nautgriparækt á Hvanneyri 18. mars

17.03.2010

Minnt er á Ársfund Fagráðs í nautgriparækt sem verður haldinn í Ársal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði fimmtudaginn 18. mars frá kl. 13-17. Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

 

1. Framtíðaráherslur í íslenskri nautgriparækt.
 Magnús B. Jónsson og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, nautgriparæktarráðunautar Bændasamtaka Íslands.

 

2. Úrval út frá erfðamengi (genomic selection) í nautgriparækt .
 Jón Viðar Jónmundsson, búfjárræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands.


3. Erfðamengisval og framfarir í erfðavísindum
 Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, nautgriparæktarráðunautur  og Jón Hallsteinn Hallsson, lektor við LbhÍ.