Beint í efni

Ársfundur fagráðs í Leikhúsinu á Möðruvöllum 16. apríl

10.04.2012

Ársfundur fagráðs í nautgriparækt verður haldinn í Leikhúsinu á Möðruvöllum í Hörgárdal mánudaginn 16. apríl n.k. kl. 13. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um nautgriparækt. Að þessu sinni verður megin áherslan lögð á nautakjötsframleiðsluna og verða m.a. flutt erindi um úttekt á aðbúnaði og vexti nautgripa í kjötframleiðslu og EUROP mat á nautakjöti. Einnig verður farið yfir störf fagráðs á liðnu ári./BHB