Beint í efni

Árlegir haustfundir BÍ hefjast í dag

22.11.2010

Í dag verður haldinn fyrsti haustfundur BÍ í ár en á liðnum árum hefur skapast sú góða hefð að halda haustfundi LK og BÍ á sitt hvorum tímanum svo fundaálagið verði ekki of mikið í sveitum landsins. naut.is hvetur að sjálfsögðu alla kúabændur til þess að sækja haustfundi BÍ, enda verða á fundunum rædd hin sameiginlegu málefni sem varða allar búgreinar.

 

Á fundunum verða m.a. rædd þau tækifæri sem landbúnaðurinn hefur til þess að efla þjóðarhag og hvar sóknarfæri liggja. Þá verður nýgerður búnaðarlagasamningur

 

til umfjöllunar og spurt verður hvernig unnt er að verja kjör bænda í erfiðu efnahagsástandi. Þá verður eitt af megin erindunum á bændafundum að heyra hvernig félagsmenn BÍ vilja beita sínum samtökum.

 

Framsögumenn á fundunum verða stjórnarmenn BÍ ásamt ýmsum starfsmönnum samstakanna en alls verða haldnir 16 fundir vítt og breitt um landið. Bændafundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum: