Beint í efni

Árleg uppfærsla á dkBúbót vegna launamiða

13.01.2016

Nú hefur verið send út hin árlega uppfærsla á dkBúbót. Þessi útgáfa gerir notendum kleift að senda inn launamiða vegna ársins 2015.
Þá eru breytingar á reglum um virðisaukaskattskyldu í m.a. ferðaþjónustu sem slíkir aðilar þurfa að kynna sér vel hvort þeir þurfi breyta einhverju hjá sér í bókhaldi eða ekki.
Í þeim pósti sem var sendur með uppfærslunni, er að finna vefslóðir þar sem þessar breytingar eru kynntar.
Hvatt er til að hlutaðeigandi kynni sér þetta vel og leiti til fagfólks í bókhaldi vegna þess ef þörf er á.
Síðar er svo eins og áður væntanleg uppfærsla á dkBúbót vegna skattframtals 2016 vegna ársins 2015  /Hjálmar