Beint í efni

Arla vill kaupa sænska afurðastöð sem er ekki til sölu!

03.11.2010

Arla, dansk-sænska mjólkurafurðafélagið, hefur nú opinberlega lýst áhuga á kaupum á sænsku afurðastöðinni Sundsvall. Forsvarsmenn Arla lýstu þessari skoðun þegar í ljós kom að sænski samkeppnisaðilinn Milko, sem rekur Sundsvall afurðastöðina, hefur hug á að loka henni. Samkvæmt tilkynningu frá Arla kemur fram að Sundsvall afurðastöðin sé afar heppilega staðsett fyrir Arla, enda hafi margir kúabændur gengið til liðs við félagið á undanförnum misserum í nágrenni við Sundsvall, en 360 km eru frá Sundsvall í næstu afurðastöð í eigu Arla. Þá segir jafnframt að

í ljósi þess markmiðs Arla að ætla að leiðandi á sænska markaðinum sé félaginu mikilvægt að vera með afurðastöðvarnar staðsettar á svæðum þar sem eru margir neytendur, en Sundsvall er við austurströndina í miðju landinu.

 

Milko kallar tilboðið „fjandsamlegt“

Forsvarsmenn Milko eru afar ósáttir við tilboð Arla og vilja meina að tilgangurinn hjá Arla sé eingöngu að grafa undan stuðningi sænskra kúabænda við félagið. Innleggjendur Milko eru í dag um 800 og hefur félagið verið í töluverðum vandræðum með að greiða innleggjendunum sambærilegt verð fyrir mjólkina og Arla greiðir sínum eigendum. Ekki er langt síðan Arla lagði til að félögin yrðu sameinuð í eitt enn öflugra framleiðenda-samvinnufélag kúabænda, en því höfnuðu forsvarsmenn Milko. Hve lengi Milko tekst að verjast þungri sókn Arla á eftir að koma í ljós.