
Arla veðjar á Afríku
30.10.2017
Norður-evrópska samvinnufélagið Arla hefur nú hafið sókn inn á markaðinn í Afríku en félagið hefur undanfarið markað sér skýra stefnu varðandi tekjuflæðið og það á að vera mjög breytt. Til að draga úr áhættu í rekstrinum og til að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni ætlar félagið að efla starfsemi sína og sölu í Afríku. Nú þegar hefur félagið tekið dreifingar- og pökkunarmiðstöð í notkun í Gana en markaðurinn þar í landi er nokkuð vel þróaður og skilaverð afurða all gott. Þá er mikill uppgangur víða á vesturströnd Afríku og mikil eftirspurn eftir m.a. mjólkurvörum. Heimamenn hafa enganvegin undan eftirspurninni og ætlar Arla sér hlutdeild í þessum ört stækkandi markaði.
Samkvæmt áætlun félagsins sem kallast „Good Growth 2020“ er ætlunin að þrefalda veltu félagsins í Suðurhluta Afríku, þ.e. sunnan Sahara eyðimerkurinnar, fyrir árið 2020/SS.