Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Arla veðjar á Afríku

30.10.2017

Norður-evrópska samvinnufélagið Arla hefur nú hafið sókn inn á markaðinn í Afríku en félagið hefur undanfarið markað sér skýra stefnu varðandi tekjuflæðið og það á að vera mjög breytt. Til að draga úr áhættu í rekstrinum og til að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni ætlar félagið að efla starfsemi sína og sölu í Afríku. Nú þegar hefur félagið tekið dreifingar- og pökkunarmiðstöð í notkun í Gana en markaðurinn þar í landi er nokkuð vel þróaður og skilaverð afurða all gott. Þá er mikill uppgangur víða á vesturströnd Afríku og mikil eftirspurn eftir m.a. mjólkurvörum. Heimamenn hafa enganvegin undan eftirspurninni og ætlar Arla sér hlutdeild í þessum ört stækkandi markaði.

Samkvæmt áætlun félagsins sem kallast „Good Growth 2020“ er ætlunin að þrefalda veltu félagsins í Suðurhluta Afríku, þ.e. sunnan Sahara eyðimerkurinnar, fyrir árið 2020/SS.