Beint í efni

Arla setur fleiri drykkjarmjólkurgerðir á markað

27.01.2016

Norðurevrópska afurðafélagið Arla hefur yfir að ráða öflugu frumkvöðlateymi sem vinnur dag og nótt við að koma fram með nýjungar sem henta neytendamarkaðinum á hverjum tíma. Nýjasta útspilið frá félaginu er drykkjarmjólkin sem kallast „Best of Both“ (BOB) en mjólkin er fitusnauð eins og undanrenna en um leið með bragð eins og léttmjólk.

 

„BOB“ mjólkin er önnur nýjungin frá Arla á innan við 12 mánuðum á sviði drykkjarmjólkur, en fyrripart ársins 2015 kom ný mjólkurgerð á markað sem kallast „Big Milk“. Sú mjólk inniheldur meiri fitu, kalk vítamín og steinefni en hefðbundin mjólk. „Big Milk“ er sérstaklega ætluð fyrir börn í vexti og markaðssett fyrir fjölskyldufólk. Svo virðist sem þróunarfólkið hjá Arla hafa hitt í mark með „Big Milk“ en síðan hún var sett á markað hefur orðið 12% söluaukning á drykkjarmjólk til fólks í markhópi mjólkurinnar en aukningin á sama tíma hjá öðrum neysluhópum varð 3,5%/SS.