Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Arla opnar afurðastöð í Senegal

27.05.2016

Afurðafélagið Arla hefur nú tekið í notkun nýja afurðastöð í Senegal í Vestur-Afríku. Hin nýja afurðastöð er sérhæfð í pökkun á mjólkurdufti í neytendaumbúðir en mjólkurduftið kemur frá innleggjendum hjá félaginu í Evrópu. Vinnslugeta þessarar afurðastöðvar er í kringum 5 þúsund tonn á ári þ.e. duft úr um það bil 50 milljón lítrum af mjólk.

 

Í hinni nýju afurðastöð, sem er 14 þúsund fermetrar að stærð, er duftinu pakkað í litlar umbúðir sem eru sérhannaðar fyrir markaðinn í Senegal og nágrannalöndunum. Neytendur kaupa Arla-mjólkurduftpoka, blanda vatni út í og eru þá komnir með drykkjarmjólk. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að um afar mikilvægt skref sé að ræða fyrir félagsmenn Arla enda markaðurinn í Senegal stór en þar í landi búa um 14 milljónir. Mjólkurvörumarkaðurinn í Senegal hefur verið að vaxa undanfarin ár og er því spáð að næstu fimm árin muni hann stækka um 5% á ári/SS.