Beint í efni

Arla og Milko í samrunaferli

10.06.2011

Í gær tilkynntu stjórnir afurðafélaganna Arla og Milko um samrunaviðræður félaganna. Arla er lang stærsta framleiðenda samvinnufélag kúabænda í Norður-Evrópu og að mestu í eigu danskra og sænskra kúabænda. Milko er hinsvegar þriðja stærsta afurðastöð Svíþjóðar með 636 innleggjendur og 250 milljón kg mjólkur. Milko hefur á liðnum árum átt í verulegum fjárhagserfiðleikum vegna samkeppni við hina stóru spilara á markaðinum og leitaði því stjórn félagsins til Arla.

 

Arla hefur yfirlýsta stefnu um að verða stærsta og öflugasta framleiðendasamvinnufélag kúabænda í Norður-Evrópu og er við því búist að félagsmenn þess taki nýjum sænskum bændum vel.

Samhliða tilkynningu um samrunaviðræður kynnti Milko að verð þess til innleggjenda myndi lækka um 40 sænska aura (um 7,4 íkr) og um 60 aura á lífrænni mjólk (um 11 íkr). Er þetta neyðarráðstöfun til þess að mæta alvarlegri stöðu félagsins.

 

Samkvæmt vinnuskipulagi samrunaferilsins munu félagsmenn Milko fá sama afurðastöðvaverð og félagsmenn Arla um leið og samruninn yrði samþykktur af félögum Arla en það ferli ætti að vera að baki strax í næsta mánuði. Samruninn er þó háður samþykki samkeppnisyfirvalda en ekki er talið að þau yfirvöld standi gegn þessum björgunaráformum.

 

Eins og naut.is hefur áður greint frá er Skåne Mejerier, sem er næst stærsta afurðafélagið í Svíþjóð, einnig undir mikilli pressu og ekki séð fyrir endann á þróun mála þess afurðafélags/SS.