Beint í efni

Arla lokar í Þýskalandi

06.11.2015

Forsvarsmenn norður evrópska afurðafélagsins Arla hafa nú tekið þá erfiðu ákvörðun um að loka einni af afurðastöðvum sínum til þess að bregðast við þrengingum á markaði. Það er sérostavinnslustöðin Kißlegg-Zaisenhofen í Ravensburg í Þýskalandi sem lokar í lok febrúar á næsta ári. Í fréttatilkynningu félagsins segir að ástæðan sé hörð samkeppni á hinum alþjóðlega markaði og minnkandi eftirspurn eftir sérostinum MonRocco frá Arla.

 

MonRocco er framleiddur víða í austurhluta Evrópu og er samkeppnin þaðan hörð, enda er framleiðslukostnaður þar mun lægri en í vesturhluta Evrópu sökum bæði lægra afurðastöðvaverðs en ekki síður vegna lágra launa.

 

Lokunin á Kißlegg-Zaisenhofen snertir 38 starfsmenn Arla en flestum hefur verið boðið starf innan afurðafélagsins, þó í ekki á sama landsvæði/SS.