Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Arla lækkar mjólkurverð um 8,6%

04.03.2009

Dansk-sænska mjólkursamlagið Arla Foods tilkynnti í dag að mjólkurverð til framleiðenda lækkaði um 8,6% frá 1. mars sl. að telja. Peder Tuborgh, forstjóri félagsins boðaði lækkunina á ársfundi danskra kúabænda sem haldinn var í Herning í síðustu viku. Þá gat hann ekki sagt til um stærðargráðuna, annað en það að „hún yrði minni en síðast“. Það reyndist rétt vera en í janúar sl. lækkaði framleiðendaverðið um 11,9%. Ástæða lækkunarinnar er erfiðar aðstæður á útflutningsmörkuðum félagsins. Eftir lækkunina er mjólkurverð til bænda 212,4 danskir aurar pr. kg. Það jafngildir um 41 isk/kg.

Hér að neðan má sjá framleiðendaverð til danskra bænda frá 1997 til dagsins í dag. Tölurnar eru á verðlagi hvers árs.