Beint í efni

Arla lækkar mjólkurverð um 8,6%

04.03.2009

Dansk-sænska mjólkursamlagið Arla Foods tilkynnti í dag að mjólkurverð til framleiðenda lækkaði um 8,6% frá 1. mars sl. að telja. Peder Tuborgh, forstjóri félagsins boðaði lækkunina á ársfundi danskra kúabænda sem haldinn var í Herning í síðustu viku. Þá gat hann ekki sagt til um stærðargráðuna, annað en það að „hún yrði minni en síðast“. Það reyndist rétt vera en í janúar sl. lækkaði framleiðendaverðið um 11,9%. Ástæða lækkunarinnar er erfiðar aðstæður á útflutningsmörkuðum félagsins. Eftir lækkunina er mjólkurverð til bænda 212,4 danskir aurar pr. kg. Það jafngildir um 41 isk/kg.

Hér að neðan má sjá framleiðendaverð til danskra bænda frá 1997 til dagsins í dag. Tölurnar eru á verðlagi hvers árs.