Beint í efni

Arla lækkar mjólkurverð í sjötta sinn á árinu

01.08.2012

Danski mjólkurrisinn Arla Foods tilkynnti í morgun um sjöttu lækkun á afurðaverði til bænda það sem af er þessu ári. Frá og með 6. ágúst n.k. fá félagsmenn 2,33 DKK pr. kg mjólkur en til samanburðar fengu þeir 2,477 DKK pr. kg mjólkur í desember sl. Það er 6% lækkun. Ástæðuna segir Arla vera mikið framboð á mjólkurafurðum á heimsmarkaði. Breytingin hefur vakið hörð viðbrögð bænda sem segja að mjólkurverðið sé langt frá því að endurspegla framleiðslukostnað mjólkurinnar./BHB

 

 

 

Frétt Landbrugsavisen