Beint í efni

Arla kaupir í Rússlandi

08.05.2013

Forsvarsmenn Arla voru vart búnir að sleppa orðinu um að félagið myndi nú taka sér frí frá uppkaupum, þegar félagið sendi frá sér tilkynningu um kaup í Rússlandi! Greinilegt er að um leikfléttu var að ræða, svo félagið gæti gengið frá mikilvægum samningum á meðan aðrir aðilar á markaðinum héldu að Arla væri í ”fjárfestingafríi”.

 

Reyndar var ekki um stórkaup að ræða að þessu sinni heldur yfirtöku á félaginu Artis, sem Arla átti fyrir hlut í. Arla hefur áður gefið út að Rússland sé eitt af þremur áherslusvæðum félagsins og því vildu forsvarsmenn þess eiga starfsemina að fullu.

 

Dótturfélag þetta, sem nú heitir Arla Foods Artis, var með 12 milljarða króna veltu á síðasta ári en áætlun Arla er að árið 2017 verði velta þessa hluta starfsemi félagsins komin í 36 milljarða króna. Alls starfa 150 manns hjá Artis en fyrirtækið er með aðalstöðvar í Sankti Pétursborg/SS.