Beint í efni

Arla kærir eftirlíkingar á markaði

08.04.2011

Fyrir nokkrum árum komu á markað hér á landi mjólkurvörur sem minntu um margt á þær sem fyrir voru á markaði – umbúðalega séð. Þetta er þekkt aðferð við markaðssetningu, þ.e. að líkja eftir vörum sem fyrir eru og hafa náð sterkri fótfestu. Nú hafa forsvarsmenn Arla ákveðið að bregðast hart við þessu og stefndu nýverið afurðastöðinni Lindahls mejeri fyrir dómstóla. Ástæðan var að Arla telur að umbúðir smjörvans Brépå frá Lindahls sé allt of líkur þeirra smjörva sem kallast Bregott. Nöfnin minna vissulega ekki á hvert annað, en umbúðirnar (sjá mynd) sláandi líkar.

 

Málstaður Arla hefur styrkst verulega eftir að gerð var neytendakönnun eftir að smjörvinn Brépå kom á markað og af 300 aðspurðum svörðuðu 96% að þeir teldu verulegar líkur á því að geta ruglast á umbúðunum í verslunum.

 

Ef afurðastöðin Lindahls hættir ekki framleiðslunni munu dómstólar skera úr um þetta, en samkvæmt Katarina Malmström, talsmanni Arla í Svíþjóð, þá snýst vörumerkjavernd ekki eingöngu um nafn vörunnar heldur einnig umbúðir og söluaðferðir. /SS