Beint í efni

Arla í hagræðingaraðgerðum

09.03.2016

Stjórn afurðafélagsins Arla hefur tekið ákvörðun um að hagræða í starfsemi félagsins í Englandi með því að loka pökkunarstöð félagsins í Hatfield, skammt norðan við London. Í þessari afurðastöð hefur félagið starfrækt pökkun á drykkjarmjólk en nú verður starfsemin sameinuð í pökkunarstöð félagsins í Aylesbury, einni stærstu drykkjarmjólkurpökkunarstöð í heimi.

 

Ef til vill mætti skilja ákvörðun stjórnarinnar svo að pökkunarstöðin í Hatfield hafi verið umfangslítil en öðru er nær, þar renna daglega í gegn 356 þúsund lítrar af mjólk eða um 130 milljón lítrar á ári! Vinnslugetan í Aylesbury er hins vegar gríðarlega mikil en pökkunarstöðin ræður við 1 milljarð lítra á ári og getur því hæglega tekið við þessu magni til viðbótar því sem þegar er unnið þar. Arla stefnir að því að loka vinnslunni í Hatfield í júlí en vegna lokunarinnar þarf félagið að segja upp 230 starfsmönnum/SS.