Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Arla í góðum málum

09.03.2017

Við sögðum frá því í fyrradag að Tine hefði gengið vel á síðasta ári og svo er einnig um Arla en ársuppgjör 2016 var birt nýverið. Þar kom m.a. fram að hagnaður af rekstri félagsins jókst um 20,7% frá fyrra ári og fá innleggjendur greiddan arð sem nemur 1 evrusenti á hvert innvegið kíló mjólkur eða sem svarar til 1,15 íslenskum krónum. Alls eru nú rétt innan við 12 þúsund innleggjendur hjá Arla og innvigtun mjólkur frá þeim síðast ár nam alls um 12,5 milljörðum kílóa og fær því hver eigandi að jafnaði um 1,2 milljónir króna í arðgreiðslu.

Sem fyrr er það svo að það er alltaf undir stjórn samvinnufélaga í mjólkuriðnaði að velja hvort greitt er hátt afurðastöðvaverð eða hvort bændur fá greiddan arð eftir að ársuppgjöri er lokið. Í tilfelli Arla þá er reksturinn og afurðastöðvaverðið stillt af svo félagið skili hagnaði og því kemur niðurstaðan engnum á óvart í raun. Vegna mikillar samkeppni um viðskiptavinina síðasta ár varð félagið að lækka mjólkurvörur sínar og þegar árið var úti var ljóst að samdráttur varð í heildarveltu sem nam 6,8% frá árinu 2015. All námu heildartekjur félagsins 9,57 milljörðum evra eða um 1.100 milljörðum íslenskra króna/SS.