
Arla: hærra verð ef tankbíllinn stoppar stutt
13.01.2018
Nú um áramótin breytti afurðafélagið Arla greiðslufyrirkomulagi sínu verulega og nú taka greiðslur til eigenda félagsins mið af hagkvæmni við tæmingu mjólkurtankanna líka. Ef kúabúin uppfylla eftirfarandi fjögur skilyrði fá þau aukalega 0,85 evrusent (uþb. 1 króna) á hvert innvegið kíló:
- Hægt sé að sækja mjólk annan hvern dag (er víða sótt daglega í dag) – gildir frá 1.janúar 2019
- Búið sé með varatank, svo tankbíllinn geti komið óháð mjaltatíma
- Að hægt sé að keyra til og frá mjólkurhúsinu með stóra 36-38 þúsund lítra dráttarbíla án þess að baka nema einu sinni
- Mjólkurtankurinn sé með 3ja tommu tankstút
Þessar nýju kröfur eru gerðar til þess að stytta þann tíma sem tankbíllinn stoppar á hverjum stað og auka verulega hagkvæmni við mjólkurflutninga. Árið 2022 gerir félagið ráð fyrir að öll 11 þúsund búin, sem félagið sækir mjólk til í dag, muni uppfylla kröfurnar og að þá muni heildarsparnaðurinn við mjólkurflutningana nema 12 milljónum evra á ári eða nærri 1,5 milljörðum íslenskra króna vegna þessara nýju skilyrða. Þetta kerfi tekur nú gildi í öllum þeim sjö löndum sem samvinnufélagið er með grunnstarfsemi í/SS.