Beint í efni

Arla hækkar mjólkurverð til bænda um 7%

20.05.2010

Stjórn Arla Foods ákvað á stjórnarfundi sem haldinn var í gær að hækka mjólkurverð til félagsmanna um 15 danska aura pr. kg mjólkur, eða rétt tæp 7%. Að sögn forsvarsmanna félagsins er gott gengi á mörkuðum með duft og ost, ásamt hækkandi gengi Bandaríkjadals og Punds, drifkrafturinn í hækkandi mjólkurverði. Breytingin tekur gildi 30. maí n.k. og verða þá greiddar 2,304 DKK fyrir kg hefðbundinnar mjólkur og 2,883 DKK pr. kg fyrir lífræna framleiðslu. Á gengi dagsins jafngildir það um 48 kr/ltr fyrir „venjulega“ mjólk og 61 kr pr. líter fyrir lífræna.

Stjórnarformaður Arla Foods, Ove Møberg, á von á því að verðhækkunin verði félagsmönnum mjög kærkomin, rekstur búanna hafi verið mjög erfiður í talsvert á annað ár.  

 

Heimild: Arla Foods.