Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Arla: G-mjólk til Kína á 700 kr líterinn!

09.04.2013

Arla Foods selur nú lífræna G-mjólk í Kína á 33 danskar krónur, eða tæplega 700 kr líterinn miðað við núverandi gengi. Eftirspurn eftir öruggum mjólkurafurðum þar eystra skýrir hið geipiháa verð, en traust kínverskra neytenda á þarlendri mjólkurframleiðslu beið mikinn hnekki í kjölfar melamín hneykslisins fyrir fáum árum. Vörur frá Arla njóta hins vegar trausts og því eru neytendur reiðubúnir að greiða mjög hátt verð fyrir þær.

Mjólkinni er pakkað í litlar fernur, minni en 1 ltr, þar sem ekki er sama hefð fyrir mjólkurneyslu í Kína og á Vesturlöndum. Um takmarkað magn er að ræða enn sem komið er, en Arla metur það svo að mikilir vaxtarmöguleikar séu á þessum markaði.

 

Síðan Arla sameinaðist þýska samlaginu MUH á síðasta ári, hefur samlag þess síðarnefnda í Pronsfeld, skammt vestan Frankfurt am Main í Þýskalandi verið nýtt til framleiðslu á G-mjólkinni, en það samlag er mjög öflugt á því sviði. Fyrsta kastið er það því þýsk mjólk sem flutt er til Kína, en Arla hefur lýst þeim ásetningi sínum að í framtíðinni verði lífrænar afurðir frá Danmörku og Svíþjóð einnig fluttar í austurveg./BHB

 

Landbrugsavisen 27. mars 2013