Beint í efni

Arla Foods kaupir enn

06.01.2011

Arla Foods hefur nú tilkynnt að það ætli að kaupa sænsku afurðastöðina Boxholm, en þar eru eingöngu framleiddir ostar. Boxholm var áður einkarekin afurðastöð sem keypti alla sína mjólk af Arla og því þótti þetta skref eðlilegt framhald góðrar samvinnu, að sögn talsmanna Arla. Boxholm er þekkt vörumerki í Svíþjóð, m.a. fyrir rjómaosta og nokkra fasta osta. Áætlað er að auka framleiðsluna, en talið er

þónokkurt svigrúm fyrir Boxholm vörulínuna í landinu.

 

Ætlað er að kaupin gangi í gegn í febrúar en þar sem afurðastöðin er það lítil, þ.e. með veltu undir 200 milljónum sænskra króna (3,5 milljörðum íslenskra króna), munu samkeppnisyfirvöld ekki skoða samrunann sérstaklega.

 

Boxholm afurðastöðin, sem er með 20 starfsmenn, er staðsett rétt við Linköbing í miðju landinu. Á síðasta ári voru framleidd 2 milljónir kg af ostum úr 20 milljón lítrum mjólkur. Nam velta þess á síðasta ári 1,6 milljörðum íslenskra króna eða um 80 krónum á hvern innveginn líter.