Beint í efni

Arla byggir upp og lokar líka

13.11.2010

Arla Foods UK, sem er breskt hlutafélag í meirihlutaeigu framleiðendasamvinnufélagsins Arla í Danmörku og Svíþjóð, er í örum vexti og nú hefur fyrirtækið ákveðið að stórefla smjövinnslu og pökkun. Þetta verður gert með því að byggja upp í stóra afurðastöð í bænum Westbury í Wilt-sýslu og með því móti tryggir fyrirtækið sér allt smjörhráefni sem það þarf að nota fyrir sölustarfsemi sína frá einni afurðastöð. Þetta þýðir þó breytingar, því um leið verður þremur smjörvinnslum lokað; einni í bænum Settle í Norður-York-sýslu, einni í bænum Varde í Danmörku og

einni afurðastöð í bænum Götene í Svíþjóð.

 

Arla selur í dag smjör í Bretlandi að mestu með tveimur þekktum vörumerkjum: Lurpak og Anchor, en þessi merki eru með 14% markaðshlutdeild í Bretlandi.

 

Þegar þessar breytingar verða komnar í gegn, mun fyrirtækið í fyrsta skipti geta sinnt eigin vörumerkjum með eigin framleiðslu, en hingað til hefur það keypt að smjör frá Fonterra til fullvinnslu.

 

Arla Foods UK er samhliða að byggja upp gríðarlega stóra afurðastöð eins og naut.is hefur áður greint frá, sem mun taka við 1.000 milljón lítrum mjólkur og nýtist nýja smjörvinnslan vel í tengslum við þá uppbyggingu.