Beint í efni

Arla byggir stærstu mjólkurpökkunarstöð heims

23.11.2009

Fyrir nokkrum dögum kynnti Arla Foods UK áform um að byggja heimsins stærstu mjólkurpökkunarstöð. Vinnslugetan verður 1 milljarður lítra árlega, tvöfalt meira en næst stærsta pökkunarstöð Bretlands. Staðsetning verður í útjaðri Lundúnaborgar. Ráðgert er að stöðin hefji vinnslu árið 2012 og þar munu vinna 500 manns. Nákvæmari áætlanir verða lagðar fyrir stjórn móðurfélagsins, Arla Foods í Danmörku/Svíþjóð í byrjun næsta árs.