Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

ARLA ætlar sér stóra hluti í Bandaríkjunum

04.05.2016

Norður evrópski afurðarisinn ARLA, sem er í eigu rúmlega 12 þúsund kúabænda, hefur nú gengið frá umfangsmiklum samstarfssamningi við systurfélagið Dairy Farmers of America en það félag er einnig samvinnufélag og í eigu 14 þúsund bandarískra kúabænda. Samningur þessi snýst um að saman ætla félögin að byggja stóra vinnslustöð í vesturhluta New York fylkis. Um tímamótasamning er að ræða á milli þessara tveggja stóru samvinnufélaga en áætlað er að kostnaðurinn við vinnslustöðina muni nema 7,5 milljörðum króna.

 

Í hinni nýju sameiginlegu vinnslustöð verður fyrst og fremst unninn cheddar ostur þó framleiddur  með þeim formerkjum að vera unninn úr mjólk sem uppfyllir gæðakröfur Arla m.a. mjólk sem framleidd er án notkunar á hormónum og helst án notkunar á erfðabreyttu fóðri. Nýja vinnslustöðin mun geta unnið úr 70 milljón lítrum á ári og verða kúabúin sem senda mjólk í afurðastöðina að uppfylla kröfur um fyrirmyndarbú Arla, sem eru mun ítarlegri kröfur en t.d. almennt eru gerðar til kúabúa samkvæmt lögum og reglulgerðum í Evrópu.

 

Ástæða er til þess að benda á að skýringin á því að Arla fer þessa leið til þess að selja cheddar ost er sú að í Bandaríkjunum er innflutningskvóti á innflutning og er sá kvóti fullnýttur og því getur Arla ekki flutt inn meiri ost en nú þegar er gert.

 

Vefurinn verður næst uppfærður daginn eftir Uppstigningardag/SS.

/SS.