Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Arla ætlar að stórauka mjólkurvinnsluna

12.10.2010

 Fulltrúaráð Arla hefur nú ákveðið að stórauka mjólkurvinnslu fyrirtækisins eða um 3-4 milljarða lítra á næstu 5 árum. Í dag er Arla þegar með stærstu afurðafélögum í heimi með 9 milljarða lítra mjólkur innvegna á ári, en markmiðið er að auka velstu þess um hartnær 50% eða í um 1.600 milljarða Íkr. Þessu markmiði hyggjast kúabændurnir í Danmörku og Svíþjóð ná með því að m.a. auka framlag sitt í stofnsjóð um helming næstu árin. Samhliða aukinni framleiðslu bændanna í Danmörku og Svíþjóð ætla þeir að byggja upp

sterkari eiginfjárstöðu Arla og nýta fjármagnið til uppkaupa á öðrum arðbærum afurðafyrirtækjum.

 

Ástæða þess að bændurnir hafa tekið þessa ákvörðun, þrátt fyrir afar erfiða stöðu þeirra sjálfra – sér í lagi danskra kúabænda – er sú að þeir hafa trú á því að aðgerðin skili ekki aðeins félaginu þeirra í fremstu röð heldur einnig hækkuðu afurðaverði þegar frá líður.

 

Framlag innleggjenda Arla í félagið verður 13-15 danskir aurar/kg en markmið stjórnar Arla er að ná hækkun á afurðaverði til félagsmanna sinna um 40-50 danska aura árið 2015 og þannig fái bændurnir í raun endurgreidda sína fjárfestingu. Búist er við því að framlag bændanna skili félaginu um 120 milljörðum króna.