Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Arla: ætlar að gera alla framleiðslu sína sjálfbæra!

13.03.2019

Umhverfisáhrif mjólkurframleiðslu eru vissulega til staðar og á það bæði við um losun gróðurhúsalofttegunda og önnur umhverfisáhrif sem kom til samhliða bæði frumframleiðslunni, afurðavinnslunni og sölu- og markaðsstarfi. Nú hefur afurðafélagið Arla hleypt af stað metnaðarfullu verkefni sem snýr að því að ekki síðar en árið 2050 verður öll starfsemi og framleiðsla félagsins sjálfbær og umhverfisvæn!

Þetta er auðvitað afar umfangsmikið verkefni og hreint ekki einfalt og þarf að fara í umfangsmiklar rannsóknir og þróunarvinnu eigi þetta að takast og finna skynsamlegar mótvægisaðgerðir sem fara þarf í til að vega upp möguleg neikvæð umhverfisáhrif s.s. vegna notkunar á jarðefnaeldsneyti á kúabúum, losunar á metani og öðrum gastegundum, plastnotkunar við vinnsluna og svona mætti lengi telja.

Arla hefur haft þá stefnu um hríð að skoða vel umhverfisáhrif framleiðslunnar og af þeim 10.300 kúabændum sem standa að félaginu hefur nú helmingur þeirra látið reikna út fyrir kúabú þeirra hver umhverfisáhrifin eru. Nú þegar liggur fyrir að félaginu hefur tekist að draga úr sótspori framleiðslunnar um 24% frá árinu 1990 og nemur nú meðallosun félagsins 1,15 kílóum af koltvísýringi á hvert kíló mjólkur. Þetta er innan við helmingur þess sem er losað að meðaltali í heiminum á hvert kíló mjólkur, en samkvæmt útreikningum FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu Þjóðanna, nemur meðallosun í heiminum á koltvísýringi 2,5 kílóum á hvert kíló mjólkur. Þó árangur Arla og bændanna sem framleiða mjólkina fyrir félagið sé góður hefur stefnan s.s. verið sett á að draga enn frekar úr þessum umhverfisáhrifum og árið 2030 er stefnt að því að heildarlosun á koltvísýringi verði að hámarki 0,8 kg á hvert kíló mjólkur og eins og áður segir að ekki síðar en árið 2050 verði áhrifin engin.

Stærsti hluti umhverfisáhrifanna verður til á kúabúunum sjálfum s.s. vegna losunar á metangasi frá nautgripunumum. Félagið hefur því nú hvatt ráðgjafafyrirtæki, rannsóknaraðila, skóla og ríkisstjórnir landanna sjö þar sem bændurnir sem eiga félagið búa að stórefla starfsemina á þessu sviði svo nauðsynlegar lausnir og færar mótvægisaðgerðir finnist svo hægt sé að gera framleiðsluna að fullu sjálfbæra/SS.