Beint í efni

Arion banki endurreiknar gengistryggð lán bænda

16.06.2011

Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka, mun bankinn endurreikna gengistryggð lán bænda á næstunni, í samræmi við nýfallinn dóm Hæstaréttar í sk. Motormax máli. Gildir þá einu hvort um er að ræða rekstur á eigin kennitölu eða í einkahlutafélagi. Flest, ef ekki öll gengistryggð lán bankans til bænda eru í því formi sem dæmt hefur verið ólöglegt.

Landssamband kúabænda fagnar þessari niðurstöðu og gengur út frá því að áhrif hennar á efnahag bænda verði ekki lakari en gerist í öðrum viðskiptabönkum, sem hyggja á endurútreikning slíkra lána. Samtökin vænta þess einnig að vaxtakjör lánanna í framhaldinu verði á svipuðu róli og annars staðar gerist./BHB