Árið sem leið á naut.is
26.01.2016
Árið sem leið var sem fyrr afar umsvifamikið þegar horft er til naut.is, en alls voru settar á vefinn 439 fréttir eða tilkynningar á árinu sem er áþekkur fjöldi og verið hefur undanfarin ár. Eins og oft áður hefur naut.is sína dyggu lesendur og rata margar af fréttunum okkar til hinna stærri fjölmiðla hér á landi, sem er hið besta mál.
En það er einnig margt annað sem gerist „á bak við tjöldin“ á vefnum eins og margskonar uppfærslur á einstökum undirsíðum auk þess sem Veffræðslukerfi LK hefur notið mikilla vinsælda. Alls voru sett inn í það kerfi 14 ný erindi á árinu auk þess sem upptökur af Fagþingi nautgriparæktar voru einnig höfð inni í kerfinu um tíma. Alls eru nú 54 fróðleg erindi aðgengileg í þessu kerfi sem er ókeypis fyrir alla. Notendur þessa kerfis eru nú rúmlega 360 talsins!
Facebook síða Landssambands kúabænda var einnig nokkuð virk á árinu en þar eru nú rúmlega 500 fylgjendur og er sú síða uppfærð nokkuð reglulega með fréttum af naut.is. Ef þú ert með Facebook-aðgengi og ekki nú þegar orðinn fylgjandi síðunnar þá er um að gera að smella á „líkar við“ síðuna okkar. Hana finnur þú m.a. hér: https://is-is.facebook.com/Landssambandkuabaenda /SS