Beint í efni

Árið byrjar ekki vel hjá breskum kúabændum

13.01.2012

Vegna erfiðleika með viðskipti mjólkurvara árið 2011 og minni kaupgetu breskra neytenda í Shropskíri, vestan við Birmingham, hefur afurðafélagið Müller nú tilkynnt afurðaverðslækkun til þeirra kúabænda sem samningsbundir eru félaginu. Alls nemur lækkun afurðastöðvaverðsins 0,5ppl eða sem nemur um einni krónu á lítrann. Eftir lækkunina greiðir félagið 0,289 pund fyrir lítrann eða 55,40 Íkr og tekur breytingin gildi 1. febrúar nk.

 

Í Bretlandi hafa auk þess forsvarsmenn kúabænda varað við því að markaðurinn framan af árinu kunni að reynast óstöðugur og því sé hætta á frekari breytingum á afurðaverðinu. Skýringin er fyrst og fremst rakin til óstöðugleika Evrunnar og veikrar stöðu pundsins vegna slakrar landsframleiðslu í Bretlandi/SS.