Beint í efni

Árið 2012 verður “Ár bóndans” í Ástralíu

22.02.2011

Ástralskir bændur hafa síðustu vikur og mánuði lent í miklum náttúruhamförum, fyrst vegna þurrka, svo vegna flóða og núna síðast vegna fellibyls. Þýðing landbúnaðarins fyrir Ástrali er líklega hverjum manni þar í landi skýr í dag eftir þessi ósköp sem dunið hafa yfir, en þó hefur verið ákveðið að gera enn betur í því sambandi. Næsta ár verður nefninlega tileinkað bændum sérstaklega.

 

„Year of the farmer“ er

sérstakt átaksverkefni sem ríkisstjórnin stendur á bak við, auk fleiri aðila, og er tilgangur átaksársins að byggja skilningsbrú á milli þéttbýlis og dreifbýlis í Ástralíu.

 

Full ástæða er til þess að hvetja sem flesta að kynna sér þetta áhugaverða verkefni en lesa má nánar um átakið á heimasíðu þess: www.yearofthefarmer.com.au.