Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Árið 2012 verður “Ár bóndans” í Ástralíu

22.02.2011

Ástralskir bændur hafa síðustu vikur og mánuði lent í miklum náttúruhamförum, fyrst vegna þurrka, svo vegna flóða og núna síðast vegna fellibyls. Þýðing landbúnaðarins fyrir Ástrali er líklega hverjum manni þar í landi skýr í dag eftir þessi ósköp sem dunið hafa yfir, en þó hefur verið ákveðið að gera enn betur í því sambandi. Næsta ár verður nefninlega tileinkað bændum sérstaklega.

 

„Year of the farmer“ er

sérstakt átaksverkefni sem ríkisstjórnin stendur á bak við, auk fleiri aðila, og er tilgangur átaksársins að byggja skilningsbrú á milli þéttbýlis og dreifbýlis í Ástralíu.

 

Full ástæða er til þess að hvetja sem flesta að kynna sér þetta áhugaverða verkefni en lesa má nánar um átakið á heimasíðu þess: www.yearofthefarmer.com.au.