Beint í efni

Árið 2012 var gott hjá Valio

18.04.2013

Valio, hið finnska samvinnufélag kúabænda, sem er lang stærsta afurðafélagið þar í landi var rekið með miklum sóma árið 2012. Félagið var með 1.865 milljón lítra innvigtun mjólkur og nam velta þess um 310 milljörðum íslenskra króna eða um 165 krónum á hvern innveginn líter. Stærsti hluti viðskipta félagsins er í Finnlandi eða um 63% en 37% viðskiptanna eru við Eystrarsaltslöndin og Rússland.

 

Afurðaverð til hinna 7.900 kúabænda sem eiga félagið er með því hæsta sem þekkist innan landa Evrópusambandsins eða um 72 íkr/líterinn. Í lok síðasta árs var félagið dæmt til þess að greiða 12 milljarða króna í stjórnvaldssekt vegna samkeppnisbrota (sjá frétt á naut.is frá í janúar) en félagið fór með málið fyrir dómstóla og er enn beðið endanlegs úrskurðar. Falli hann á þessu ári, má vænta þess að verð til bænda lækkið eitthvað vegna þess/SS.