Beint í efni

Árgjald tekið upp fyrir JÖRÐ.IS

02.05.2013

Árgjaldið fyrir JÖRÐ.IS hefur verið sent til notenda fyrir árið 2013, en þetta er í fyrsta skipti sem notendur greiða fyrir notkun forritsins. Notendur að forritinu JÖRÐ.IS hafa fengið sent bréf ásamt reikningi fyrir árgjaldi fyrir árið 2013. Þetta er í fyrsta skipti sem árgjald er tekið fyrir notkun á forritinu, en hingað til hefur tekist að fjármagna rekstur, hugbúnaðarþróun og notendaþjónustu með öðrum hætti. Árgjaldið er mismunandi eftir stærð jarða.

Þau leiðu mistök voru gerð við útsendingu að fleiri en skráðir notendur fengu sendann reikning fyrir árgjaldi. Þeir sem lentu í slíku geta þó andað rólega því enginn reikningur verður sendur í innheimtu heldur verður aðeins farið eftir þeim sem greiða og hyggjast þannig vera áfram með opinn notandaaðgang að JÖRÐ.IS. Þeir sem eru ekki notendur eða vilja hætta með forritið geta þannig einfaldlega hent gíróseðlinum. Beðist er velvirðingar á þessu.

Með árgjaldinu fæst fjármagn til að þróa forritið áfram til að gera gott forrit betra.