
Áramótavinnsla í dkBúbót og staðgreiðsla launagreiðenda 2011
11.01.2011
Við áramót þurfa launagreiðendur að uppfæra fjárhæðir og mörk vegna staðgreiðslu og notendur dkBúbótar þurfa að færa þessar upplýsingar inn í launakerfið.
-
Helstu staðgreiðslutölur 2011
Skatthlutfall í staðgreiðslu 2011, þrjú þrep:
Árstekjur undir 2.512.800 kr. 37,31%
Árstekjur milli 2.512.800 og 8.166.600 40,21%
Árstekjur yfir 8.166.600 46,21%
Skatthlutfall barna umfram frítekjumark 6%
Persónuafsláttur ársins 2010 og 2011 er 530.466 kr.
eða á mánuði 44.205 kr.
Sjómannaafsláttur lækkar 2011 og verður 740 kr. á dag
lækkar um fjórðung á 4 árum og fellur niður frá 1. janúar 2014
Frítekjumark barna er óbreytt 100.745 kr.
Tryggingagjald verður 8,65%
Fyrirvari er gerðum um innsláttarvillur, nánari upplýsingar í orðsendingu RSK hér.
Frekari upplýsingar um skatta, gjöld og bætur hjá RSK. og fréttatilkynnning fjármálaráðuneytis um staðgreiðslu, persónuafslátt ofl.
Skil á launa- og verktaka miðum
Launa- og verktakamiðum vegna ársins 2010 skal skila eigi síðar en 30. janúar 2011 á pappír og 10. febrúar 2011 með rafrænum hætti. Sjá nánar orðsendingu RSK hér og eins orðsending um áritun launa og starfstengdra greiðslna. Uppfærsla á dkBúbót vegna launamiða er væntanleg í þriðju viku ársins og verður send notendum með tölvupósti. Þeir notendur sem vilja uppfærsluna á geisladisk eru beðnir um að panta það hjá tölvudeild BÍ á netfangið tolvudeild@bondi.is.
Setja þarf inn í dkBúbót nýtt bókhaldsár og staðgreiðsluforsendur. Til að setja inn staðgreiðsluforsendur í dkBúbót er valið Laun – Uppsetning – Staðgreiðsluforsendur og ný færsla stofnuð. ATH að allir notendur launakerfisins þurfa sjálfir að setja inn þessar breytingar.
Eins þarf að huga að ýmsum atriðum í mismunandi kerfum dkBúbótar. Ítarlegar upplýsingar og leiðbeiningur um þessar vinnslur má finna í handbók frá DK, Áramótavinnslur í dk sem má sækja hér.
Nánari upplýsingar um skattskil er að finna á vef Ríkisskattstjóra rsk.is og eins eru gagnlegar upplýsingar í skattabæklingum endurskoðunarfyrirtækjanna. Hlekkur verður settur á þá eftir því sem þeir verða gefnir út.
Skattabæklingur KPMG
Skattabæklingur PWC