Beint í efni

Áramótapistill: Nú árið er liðið

31.12.2021

Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður kúabænda, gerir upp líðandi ár í nýjasta leiðaranum sem birtist á naut.is í dag. Þar fer hún yfir mjólkur- og kjötframleiðsluna, faglegu og félagslegu málin o.fl. sem hefur á daga drifið í hagsmunagæslu greinarinnar undanfarna 12 mánuði.

Um breytingar á félagskerfi bænda segir hún m.a.: „Breytingar kalla á breytingar og þær geta tekið tíma. Hagsmunagæsla fyrir kúabændur er nú rekin í gegnum kúabændadeild Bændasamtakanna og vinna nú fleiri hendur þau fjölmörgu verkefni sem koma inná borð okkar. Ég hef trú á verkefninu sem er að ná fram aukinni skilvirkni og byggja upp öfluga hagsmunagæslu fyrir íslenskan landbúnað, bæði fyrir einstakar búgreinar og heildina.“

Leiðarann má lesa í heild sinni neðst á forsíðu naut.is eða með því að smella hér