Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Áramótaleiðari formanns LK: Vill framlengja mjólkursamninginn

02.01.2012

Formaður LK ritar áramótapistil á naut.is. Sigurður hefur pistil sinn á vangaveltum um áhrif veðurfarsins sl. sumar á afkomu kúabænda „Þó ekki sé annað vitað en nægur fóðurforði sé til staðar svo sjá megi fénaði bænda farborða, gleymist oft að erfiðu árferði fylgir gjarnan aukin kostnaður við búreksturinn, sem síðan hefur neikvæð áhrif á afkomu bænda“. Um sölumálin hefur formaður þetta að segja „Framleiðsla mjólkur var heldur minni á fyrri hluta ársins en undanfarin ár, en hefur aukist talsvert á seinnihluta þess og stefnir í að verða svipuð og verið hefur eða u.þ.b. 124 mill/lítra. Sala mjólkurafurða á próteingrunni var í nóvemberlok um 113,9 mill/ltr. sem er nokkur samdráttur frá fyrra ári og er það talsvert áhyggjuefni. Ljóst er að taka verður á í sölunni, en greiðslumark ársins 2012 hefur verið ákveðið 114,5 mill/ltr. Hið jákvæða er að aukning hefur verið í sölu á fitugrunni en þar er salan á fyrrgreindu tímabili komin í um 111,1 mill/ltr.“ og af nautakjötsmálum er m.a. þetta að segja „Verð á nautakjöti fór hækkandi framan af ári, en hefur verið stöðugt síðan í júnímánuði. Á árinu hækkaði verð til bænda fyrir ungnautakjöt um 10,6% en kýrkjöt um 11,6%. Eftirspurn eftir nautakjöti var mikil og stöðug allt árið, í lok nóvember var 12 mánaða salan 3.868 tonn. Því miður hefur ekki náðst að anna hérlendum markaði alfarið með innlendri framleiðslu, innflutningur nautakjöts var í lok október orðinn rúmlega 400 tonn“.

Formaður gerir í lok pistilsins stöðu mjólkursamningsins að umtalsefni „

Nú um áramót lifa þrjú ár af gildandi mjólkursamningi, en hann rennur út í lok árs 2014. Hefði ekki verið gengið til breytinga á samningnum vorið 2009 væri hann hinsvegar að renna sitt skeið nú á komandi haustdögum og ekki gott að segja hvað væri þá að taka við. Ein helsta röksemd þess að núverandi búvörusamningar voru framlengdir, var mikil óvissa um stöðu þjóðmála og starfsumhverfis bænda í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Þó vissulega hafi margt skýrst í því efni síðustu þrjú ár, eru þó enn ýmsar blikur á lofti og má þar helst nefna aðildarferlið að Evrópusambandinu. Þó auðvitað væri eðlilegast að gera hlé á þessum viðræðum og nýta kraftana til að byggja upp okkar eigin samfélag, er ekki að sjá neina breytingu á stefnu stjórnvalda hvað þetta varðar. Flest bendir því til að viðræðuferlið muni halda áfram og hæpið að aðildarsamningur verði afgreiddur fyrr en eftir árið 2014. Við aðild að ESB mun falla niður íslensk landbúnaðarstefna og við tekur evrópsk. Því verður að teljast hæpið að stjórnvöld sem standa í viðræðum um aðild að ESB fari á sama tíma í viðræður um stefnumörkun vegna nýrra búvörusamninga. Hvað sem því líður er bændum nauðsynlegt að búa við þokkalega stöðugt framleiðsluumhverfi vegna eðlis starfsemi sinnar. Sé horft út frá þessum forsendum hlýtur að vera eðlilegt að stjórnvöld og bændur taki á nýju ári upp viðræður um að framlengja núgildandi búvörusamninga um 2 til 3 ár.“

 

Áramótapistill Sigurðar Loftssonar, formanns LK