Beint í efni

Annar haustfundur Nautgripabænda BÍ – 1. desember

25.11.2022

Annar fundur Nautgripabænda þetta haustið verður haldinn þann 1. desember 2022, kl. 13:00 á Teams.

Nautakjötsmálin verða í brennidepli á þessum haustfundi og er dagskráin eftirfarandi 

  • Framleiðsla og sala nautakjöts 
  • Þróun flokkunar 
  • VATN 
  • Innflutningur og tollamál 

Ditte Clausen og Linda Margrét Gunnarsdóttir, ráðunautar frá RML munu mæta á fundinn sem gestir. Munu þær fara yfir niðurstöður sæðingarverkefnis, val á ásetningi, kynbætur og ræktun. Auk þess verður rætt um framtíðarhorfur í nautakjötsframleiðslunni. 

Þriðji fundur Nautgripabænda BÍ verður haldinn 8. desember, á honum verður farið yfir niðurstöður skoðanakönnunar og búvörusamninga. 

Hvetjum við bændur til að fjölmenna á fundina og láta raddir sína heyrast. 

Hlekk á fundinn má finna hér