Anja Elisabet Broch fékk viðurkenningu LK
27.05.2005
Á brautskráningu Landbúnaðarháskólans í dag fékk Anja Elisabet Broch viðurkenningu frá Landssambandi kúabænda fyrir bestan árangur búfræðinemenda í nautgriparækt. Anja Elisabet er norsk að uppruna og er ásamt íslenskum unnusta sínum á leið í framhaldsnám í lýðháskóla í Noregi. Anja fékk að gjöf frá LK bækurnar
Byggðir Borgarfjarðar, en í þeim bókum eru lýsingar á sveitum og jörðum í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. Bækurnar eru gefnar út af Búnaðarsamtökum Vesturlands.
Það var Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, sem afhenti Önju viðurkenninguna við brautskráningu nemenda LBHÍ í kirkjunni í Reykholti.