Beint í efni

Angus nautið Emmi 20401 óseldur

17.08.2021

Mynd: Emmi 20401, bssl.is

Þann 10. ágúst sl. voru tilboðin í  Angus nautin opnuð.  Tilboð barst frá 2 bændum  og tóku þeir nautin Erp 20402 og Eðal 20403. Nautið Emmi 20401 er því óselt. Þetta kemur fram á vef bssl.is.

Tilboðsfrestur í hann hefur verið framlengdur til 24. ágúst. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 30. ágúst kl 11:00. Möguleiki er á að senda inn tilboð á tölvupósti á Gunnar@bssl.is og verður farið með það sem trúnaðarmál.  Myndin er af Emma 20401 ársgömlum.

Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur og útlögumikill með miklar og vel holdfylltar herðar. Hásinn er stuttur, sver og vöðvamikill. Bakið breitt og holdmikið, malir langar og ákaflega breiðar og holdfylltar. Lærvöðvinn gríðarmikill og vel kúptur. Fótstaða bein, sterkleg, rétt og gleið. Emmi er ákaflega vel gerður, holdmikill og glæsilegur gripur.

Umsögn: Fæðingarþungi var 48 kg. Við vigtun 15. júní 2021 vóg Emmi 608 kg og hafði því vaxið um 1.560 g/dag frá fæðingu. Emmi hefur alla tíð sýnt mjög mikla vaxtargetu.

Reglur um útboðið má finna á frétt á heimasíðu BSSl um söluna nautunum frá því í júní sl. eða með því að smella hér.

Tilboð í Angus naut 2021- Emmi