Beint í efni

Ályktun frá Félagi þingeyskra kúabænda 14. janúar 2016

28.01.2016

Félagsfundur í Félagi þingeyskra kúabænda samþykkti svofellda ályktun á félagsfundi sem haldinn var 14. janúar sl.

 

„Bændafundur sem haldinn er af Félagi þingeyskra kúabænda á Breiðumýri þann 14. janúar 2016 samþykkir eftirfarandi:

Fundurinn lýsir yfir miklum áhyggjum vegna samningsdraga þeirra sem kynnt hafa verið af fulltrúum bænda i samninganefnd um nýjan búvörusamning. Fundurinn telur helstu annmarka núverandi greiðslumarkskerfis vera viðskiptin með greiðslumarkið og telur að þá annmarka sé unnt að sníða af því kerfi án þess að það sé aflagt. Í því sambandi bendur fundurinn á tillögur hóps eyfirskra bænda sem virðast uppfylla það skilyrði. Þá telur fundurinn að það mark að ekki skuli skerða gripagreiðslur fyrr en við 120 kýr, eða fleiri, sé sett of hátt.

Það er mikilvægt að viðhalda þeirri ímynd að íslenskur landbúnaður verði í sátt við umhverfið, sátt við náttúruna og leggi sig sérstaklega eftir sátt við neytendur. Sérstaklega verði horft til byggðasjónarmiða við gerð búvörusamnings.“

 

Tillagan var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 4. Fundinn sátu ríflega 50 manns, þannig að um 35 manns greiddu ekki atkvæði./BHB