Ályktun Félags nautgripabænda á Héraði og Fjörðum um sæðingamál
04.03.2013
Aðalfundur Félags nautgripabænda á Héraði og Fjörðum sem haldinn var föstudaginn 1. mars samþykkti svofellda ályktun um sæðingamál:
Aðalfundur FNHF telur skynsamlegt að hefja nú þegar vinnu við að sameina alla sæðingastarfsemi í landinu og taka upp hliðstætt fyrirkomulag og er á hinum norðurlöndunum. Með einu félagi sem bæði rekur nautastöðina og heldur utan um sæðingarnar ættu að nást enn meiri framfarir í þeim litla erfðahóp sem íslenski kúastofninn er. Það fyrirkomulag að hafa starfsmenn alla undir einni stjórn gefur ýmsa möguleika varðandi afleysingar og markvissari þjálfun starfsmanna. Þegar rýnt er í fyrirliggjandi tölur um notkun sæðinga, bæði hvað varðar fjölda sæðinga pr. árskú, ætterni fæddra kálfa 2012 og ætterni kúa í kúaskoðunum 2011 og 2012 kemur í ljós að notkun sæðinga á Asturlandi er sambærileg við það sem annars staðar gerist og fullyrðingar um annað eiga ekki við rök að styðjast.