Ályktun aðalfundar um kvótamarkað
07.04.2010
Á nýafstöðnum aðalfundi Landssambands kúabænda var samþykkt ályktun þess efnis að „að öll viðskipti með greiðslumark í mjólk, sem færist milli lögbýla fari í gegnum sameiginlegan tilboðsmarkað sem taki til starfa eigi síðar en kvótaárið 2011“. Fyrir fundinn var lögð greinargerð framkvæmdastjóra LK um danska kvótamarkaðinn, sem starfað hefur um nokkurra ára skeið. Fyrirkomulag þess markaðar verður að líkindum talsvert haft til hliðsjónar við úrvinnslu þessarar ályktunar. Greinargerðina má lesa hér.