Beint í efni

Ályktanir Búgreinaþings Nautgripabænda

01.03.2023

Á Búgreinaþingi Nautgripabænda BÍ sem haldið var í Reykjavík miðvikudaginn 22. febrúar og fimmtudaginn 23. febrúar sl. voru samþykktar alls 36 ályktanir. Endurskoðun búvörusamninga var fyrirferðamikil á þinginu og snúa alls þrettán ályktanir beint að endurskoðun búvörusamninga sem fer fram í ár. Fagleg málefni nautgripabænda eru þó bændum einnig hugleikin og vilja bændur sjá að sæðingarkostnaður verði jafnaður um allt land og að kyngreining á nautgripsæði verði að veruleika. Jafnframt leggja bændur mikla áherslu á að endurskoðun á verðlagsgrundvelli kúabús verði lokið sem fyrst, en rekstur mjólkurbúa hefur farið versnandi undanfarin ár.

Verkefni stjórnar Nautgripabænda eru því fjölmörg en hún sér um að vinna áfram með tillögurnar. Fundargerð þingsins verður birt inn á Bændatorginu um leið og hún er fullunnin.


Á þinginu var kosin ný stjórn Nautgripabænda BÍ og hafa upplýsingar um stjórnina verið uppfærðar á vefnum.

Sömuleiðis voru 15 fulltrúar Nautgripabænda kjörnir til setu á Búnaðarþingi, en stjórnin ásamt formanni deildarinnar er sjálfkjörin.
Alls eiga Nautgripabændur því 20 fulltrúa á Búnaðarþingi og má finna lista yfir þá hér.

Að lokum bendum við félagsmönnum á að Ársskýrsla Nautgripabænda BÍ hefur nú ratað inn á Bændatorgið, þar sem félagsmenn geta nálgast allar helstu upplýsingar um störf deildarinnar undanfarið árið.