Beint í efni

Ályktanir aðalfundar FKS

08.02.2007

Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi sem haldinn var á dögunum voru samþykktar tvær ályktanir:

 

1. Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi haldinn í Árhúsum Hellu 29. janúar 2007 skorar á Landbúnaðarráðherra að fella nú þegar niður alla tolla á innfluttar kjarnfóðurblöndur.

 

 

Greinargerð.
Í tengslum við tillögur Ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs sl. haust  lýstu Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði yfir verðstöðvun á mjólkurvörum frá skráðu verði 1. janúar 2006 og út yfirstandandi ár. Þrátt fyrir að jafnframt þessu hyggist afurðastöðvarnar greiða framleiðendum hækkun launaliðar verðlagsgrundvallar mjólkur þetta tímabil, sitja þeir eftir sem áður uppi með kostnaðar hækkanir á aðföngum til búrekstrarins. Síðustu misseri hafa verið umtalsverðar hækkanir á verði fóðurblanda til mjólkurframleiðenda.
Fundurinn minnir á að verð kjarnfóðurs til mjólkurframleiðslu hefur áhrif á verðmyndun afurða og þar með matvælaverð.

 

2. Aðalfundur FKS, haldinn 29. janúar 2007 að Árhúsum, Hellu samþykkir að beina því til afurðastöðva í landbúnaði að skoða hvort hagkvæmt sé að byggja sameiginlega dreifingarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir á höfuðborgarsvæðinu.