Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Alvöru smjörfjall !

13.01.2017

Þó svo að það eigi nú ekki að leika sér með matinn þá er ekki annað hægt en að dást að listaverkinu sem gert var úr hálfu tonni af smjöri í fylkinu Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hér á dögunum. Smjörinu var nefninlega umbreytt í fjall með bæði trjám, öðrum gróðri og varnargörðum, en tilefnið var að benda á hve góð bústjórn hafi mikið að segja til þess að draga úr áhrifum jarðvegsrofs af völdum regnvatns.

 

Það voru samtök bandarísku kúabændanna sem kostuðu uppátækið, sem hefur bæði vakið athygli á kúabúskap og um leið áherslum þarlendra kúabænda á náttúruvernd. Eins og segir í lauslegri snörun af bandarískri frétt um málið: „Flestu fólki þykir mikilvægt að vatnið í nánasta umhverfi sé hreint og hollt, en fáir ef nokkrir hafa meiri hagsmuni af því en bændur landsins. Þeir eiga allt sitt undir því að bæði landið og vatnið sé gott svo unnt sé að framleiða með því hollar matvörur“/SS.