Beint í efni

Alþjóðlegt námskeið á vegum FEIF fyrir unga þjálfara og sýnendur kynbótahrossa

18.02.2013

Námskeiðið er ætlað fólki á aldrinum 18 – 26 ára.

Þema: Þjálfun og sýning kynbótahrossa.
Dagsetning: 18 – 21. apríl.
Staðsetning: Skeiðvellir í Holta- og Landssveit.

Yfirferð umsókna og skráning er í höndum ræktunarleiðtoga hverrar FEIF þjóðar.
Hámarksfjöldi þátttakenda eru tveir frá hverju FEIF landi (er þó háð fjölda skráninga).

Síðasti skráningardagur: 24. febrúar.
Skráningargjald er 50 evrur.
Námskeiðsgjald fyrir gistingu og fæði er 220 evrur.

Skráningar berist til Guðlaugs V. Antonssonar ga@bondi.is sími 892-0619.