Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn í dag
30.09.2015
Í dag, 30. september, er alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn sem FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna)stendur fyrir. Þetta er í 16. skipti sem þessi dagur er tileinkaður skólamjólk en tilgangurinn er að vekja athygli á því hve víða börn í heiminum fái ekki notið mjólkur og mjólkurvara á skólatíma. FAO veitir m.a. ráðgjöf í þessu sambandi og hjálpar skólum að koma á fót kerfi sem gerir þeim mögulegt að bjóða upp á mjólk.
Upphaf skólamjólkurdagsins má rekja til ársins 1997 þegar komið var upp tenglasíðu og tölvupósthópum þar sem hægt var að fá upplýsingar um mjólk og að skiptast á upplýsingum um mjólk í skólum. Góð og trygg neysla á kalki er börnum í vexti afar mikilvæg og vart hægt að fá betri uppsprettu kalks auk mikilvægra vítamína en einmitt með því að drekka mjólk. Að því búa einstaklingarnir áfram og hafa rannsóknir sýnt að líkurnar á því að halda áfram að drekka mjólk, eftir að hafa byrjað á því í skóla, eru mjög miklar sem skýrir af hverju Sameinuðu þjóðirnar leggja svona mikla áherslu á Skólamjólkurdaginn og raunin er/SS.