Alþjóðleg ráðstefna um skýrsluhald í nautgriparækt
05.06.2013
Dagana 29.-31. maí var haldin alþjóðleg ráðstefna á vegum ICAR (International Committee for Animal Recording) en ráðstefnan var haldin í Danmörku. Alls tóku þátt 280 manns frá 40 löndum en á ráðstefnunni voru kynntar helstu nýjungar í tengslum við skýrsluhaldskerfi, beiðslisgreiningar og annað sem nýtist bændum og ráðunautum í nautgriparæktinni. Auk þess var haldin ráðstefna samhliða um heilbrigðisskráningar og nýtingu heilsufarsgagna í nautgriparækt.
Eins og vænta má voru flutt afar mörg áhugaverð erindi s.s. um möguleikana sem felast í nýtingu sjúkdómaskráningar, bætta tækni við söfnun mjólkursýna, nýjungar í tengslum við útlitsmat kúa og nýtingu örmerkjatækni við skýrsluhald og eftirlit í fjósum svo dæmi séu tekin.
Tilgangur ICAR með ráðstefnunni var að miðla helstu nýjungum á sviði skýrsluhalds og skráningarkerfa í nautgriparækt til sem helstu ráðunauta og sérfræðinga í skýrsluhaldi í heiminum og má með sanni segja að vel hafi tekist til/SS.