
Alþjóðleg ráðstefna um nýtingu fóðurbelgjurta – 20.-22. júní
19.01.2010
Fyrirhugað er að halda alþjóðlega ráðstefnu um nýtingu fóðurbelgjurta í landbúnaði á norðurslóð á Hvanneyri 20. -22. júní. Fjallað verður um efnið frá ýmsum sjónarhornum og má nefna kynbætur og aðlögun belgjurta að fjölbreyttu umhverfi, fjölbreytni í gróðurfari og áhrif hennar á uppskeru og stöðugleika, áhrif belgjurta á jarðvegsfrjósemi og jafnvægi niturs og loks þátt belgjurta í fóðurgæðum. Gestafyrirlesarar koma frá Noregi, Danmörku, Sviss og Kanada.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á heimasíðu ráðstefnunnar sem má skoða hér. Búið er að opna fyrir skráningu og eru áhugasamir hvattir til þess að skrá sig sem fyrst. Allar frekari upplýsingar má fá hjá Áslaugu Helgadóttur, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands í netfanginu aslaug@lbhi.is
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á heimasíðu ráðstefnunnar sem má skoða hér. Búið er að opna fyrir skráningu og eru áhugasamir hvattir til þess að skrá sig sem fyrst. Allar frekari upplýsingar má fá hjá Áslaugu Helgadóttur, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands í netfanginu aslaug@lbhi.is