Beint í efni

Alþjóðleg afurðastöðvaráðstefna í Osló

30.01.2012

Zenit International, sem er ráðgjafafyrirtæki á sviði matvælavinnslu, mun dagana 24.-26. apríl nk. standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um afurðavinnslu mjólkur (Global Dairy Congress) en ráðstefnan verður að þessu sinni í Osló í Noregi. Þetta er í sjötta skipti sem ráðstefnan er haldin en auk fróðlegra erinda verður farið í skoðunarferðir.

 

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða fulltrúar margra af helstu afurðavinnslufélögum heims: Emmi (Sviss), Fonterra (Nýja-Sjálandi), Arla (Svíþjóð/Danmörku/Þýskalandi), FrieslandCampina (Hollandi), Valio (Finnlandi), Skånemejerier (Svíþjóð) og Tine (Noregi).

 

Auk þess verða flutt á ráðstefnunni ýmis önnur fróðleg erindi s.s. frá fulltrúa Elopak, Rabobank, IDFA ofl. Nánar má lesa um þessa áhugaverðu ráðstefnu á heimasíðu Zenit með því að smella hér/SS.