Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Alþjóðleg afurðastöðvaráðstefna í Osló

30.01.2012

Zenit International, sem er ráðgjafafyrirtæki á sviði matvælavinnslu, mun dagana 24.-26. apríl nk. standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um afurðavinnslu mjólkur (Global Dairy Congress) en ráðstefnan verður að þessu sinni í Osló í Noregi. Þetta er í sjötta skipti sem ráðstefnan er haldin en auk fróðlegra erinda verður farið í skoðunarferðir.

 

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða fulltrúar margra af helstu afurðavinnslufélögum heims: Emmi (Sviss), Fonterra (Nýja-Sjálandi), Arla (Svíþjóð/Danmörku/Þýskalandi), FrieslandCampina (Hollandi), Valio (Finnlandi), Skånemejerier (Svíþjóð) og Tine (Noregi).

 

Auk þess verða flutt á ráðstefnunni ýmis önnur fróðleg erindi s.s. frá fulltrúa Elopak, Rabobank, IDFA ofl. Nánar má lesa um þessa áhugaverðu ráðstefnu á heimasíðu Zenit með því að smella hér/SS.